Banaslys í Reynisfjöru

Ung kínversk kona sem fór út með öldu í Reynisfjöru á þriðja tímanum í dag fannst látin í sjónum síðdegis.

Neyðarlínan fékk tilkynningu kl. 14:50 um að erlendur ferðamaður hafi lent í sjónum og voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang.

Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit ásamt bátasveitum frá Árnessýslu, bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.

Fyrri greinLeitað að manneskju í sjónum við Reynisfjöru
Næsta greinLoksins sigur hjá Selfyssingum