Banaslys í Meðallandi

Banaslys varð á sveitabæ í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu um kl. hálf tvö í dag þegar drengur á þriðja aldursári féll út um dyraop dráttarvélar og lenti undir malarvagni sem hún dró.

Lögregla og sjúkralið frá Kirkjubæjarklaustri og Vík var þegar kallað á vettvang en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var drengurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

Rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn slyssins en ekki er unnt að veita nánari upplýsingar um málið að sinni.

Fyrri greinGrótta vann fyrstu rimmuna – Kristrún úr leik
Næsta greinDagbók lögreglu: Fingralangt par á ferðinni