Banaslys í Hveragerði

Kl. 22:37 í gærkvöldi barst Neyðarlínunni tilkynning um slys í Hveragerði þar sem drengur á ellefta ári, fæddur 2006, hafði klemmst af vörulyftu á vöruflutningabíl við heimili hans þar

Drengurinn virðist hafa verið einn að leik.

Lögregla og sjúkralið fóru þegar á staðinn en tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur og var drengurinn úrskurðaður látinn á vettvangi.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi og tæknideild Lögreglu höfuðborgarsvæðisins.