Banaslys í Hrunamannahreppi

Banaslys varð í efnisnámu í Hrunamannahreppi í gærkvöldi, þegar grjóthnullungur féll úr háu stáli og fór í gegnum þak á vélgröfu með þeim afleiðingum að stjórnandi hennar lést.

Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um slysið kl. 23 í gærkvöldi. Maðurinn var einn við vinnu í námunni og urðu engin vitni að slysinu.

Komið var að manninum látnum eftir að farið var að grennslast fyrir um hann skömmu fyrir kl. 23.

Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins ásamt Vinnueftirliti ríkisins.

Fyrri greinGrýlupottahlaup 3 – Úrslit
Næsta greinAukning í fjárhagsaðstoð