Banaslys í Hrunamannahreppi

Banaslys varð við Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni.

Ökumaður dráttarvélarinnar fannst skömmu eftir slysið og var úrskurðaður látinn á vettvangi. Hann hét Víglundur Þorsteinsson, fæddur 2015 og bjó hann í Haukholtum ásamt foreldrum sínum og þremur systkinum. Slysið varð skammt frá bænum sem liggur við Hvítá.

Unnið er að því að ná dráttarvélinni upp úr ánni en aðstæður á vettvangi eru erfiðar. Lögreglan vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra viðbragðsaðila sem komu að björgunaraðgerðum í gær sem og þeim aðilum sem hafa unnið að því að ná dráttarvélinni upp í dag.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn á tildrögum slyssins, en sú vinna er á frumstigum.

Bænastund verður haldin í Hrunakirkju í kvöld kl 20:00.

Fyrri greinHrafnhildur Ýr dúxaði í FSu
Næsta greinBrynjurnar afgreiddu Álftnesinga