Banaslys í Brúará

Maður lést eftir að hafa hafnað í Brúará í Biskupstungum um klukkan 14 í dag. Slysið varð við Miðfoss, vestan við sumarhúsabyggðina í Reykjaskógi.

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út vegna slyssins ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Maðurinn hafði borist niður með ánni og fann þyrlan hann eftir skamma leit. Maðurinn var þá látinn og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur.

Viðbragðsaðilar eru enn að störfum á vettvangi og vinnur rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi að rannsókn málsins.

Fyrri greinSkúbb og Friðheimar í samstarf um ís
Næsta greinLoksins þrjú stig í húsi hjá Stokkseyringum