Banaslys á Úlfljótsvatni

Bandarískur ferðamaður á áttræðisaldri, sem fluttur var meðvitundarlaus á sjúkrahús eftir að hafa fallið í Úlfljótsvatn í gær, þar sem hann var við veiðar, er látinn.

Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi og ekki að vænta frekari upplýsinga um það meðan sú rannsókn stendur.

Fyrri greinGríðarlegur fjöldi fólks á Flúðum
Næsta greinFótbrotnaði í Reykjadal