Banaslys á Þrengslavegi

Ökumaðurinn sem lenti í umferðarslysi á Þrengslavegi í morgun var úrskurðaður látinn við komu á slysadeild Landsspítalans í Fossvogi.

Lögreglunni á Suðurlandi barst tilkynning um umferðarslysið kl. 8:38 en bifreiðin fór útaf veginum og valt þar nokkrar veltur.

Ökumaðurinn var á nítjánda aldursári. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Fyrri greinKassabílar brunuðu yfir nýju brúna
Næsta greinVilja að Landsvirkjun flytji höfuðstöðvarnar á Hellu