Banaslys á Suðurlandsvegi

Ökumaður vöruflutningabifreiðar lést þegar bifreið hans valt út af Suðurlandsvegi, skammt frá afleggjaranum að Reynishverfi vestan við Vík í Mýrdal, í hádeginu í dag.

Maðurinn var einn í bifreiðinni og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi.

Tildrög slyssins eru óljós og vinnur lögreglan á Suðurlandi að rannsókn málsins.

Ekki er unnt að gefa upp nafn hins látna að svo stöddu.

Búið er að opna Suðurlandsveg en tafir geta orðið við slysstað. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi er vegfarendum þökkuð þolinmæði og tillitssemi.