Banaslys á Suðurlandsvegi

Einn lést og þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild í Reykjavík eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á Suðurlandsvegi við afleggjarann suður í Landeyjahöfn um kl. 14:30 í dag.

Tildrög slyssins eru ókunn og vegnar rannsóknar á vettvangi er Suðurlandsvegur lokaður um óákveðinn tíma. Hjáleið er um Vorsabæjarveg, Auraveg og Dímonarveg.

UPPFÆRT KL. 16:33

Fyrri greinElena í atvinnumennskuna
Næsta greinDímon vann öruggan sigur