Banaslys á Suðurlandsvegi

Um klukkan 7:40 í morgun varð banaslys á Þjóðvegi 1, skammt vestan við Skeiðavegamót, þar sem tvær bifreiðar skullu saman.

Ungur karlmaður lést í slysinu. Ekki er hægt að skýra frá nafni hans að svo stöddu.

Einn var í hvorum bíl og er ökumaður hins bílsins ekki alvarlega slasaður.

Slysið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi.

Fyrri greinBrynja áfram á Selfossi
Næsta greinHundleiðinlegt á Heiðinni seinni partinn