Banaslys á Stokkseyri

Um kl. 15:00 í dag barst tilkynning um eld í húsbíl við íbúðarhús á Stokkseyri. Lögregla og slökkvilið fór þegar á staðinn ásamt sjúkraflutningsmönnum en þegar þangað kom var bifreiðin alelda.

Fjögurra ára drengur, sem var við leik í bílnum, lést í brunanum.

Lögreglan á Suðurlandi ásamt tæknideild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu vinna að rannsókn slyssins og eldsupptakanna.

Ekki verða gefnar frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.