Banaslys á Skógaheiði

Lögreglan á Suðurlandi fékk tilkynningu á fjórða tímanum í dag um alvarlegt slys sem átti sér stað við notkun buggybíls á Skógaheiði.

Lögregla, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang auk þess sem þyrla Landhelgissgæslunnar var kölluð til.

Eldri maður var úrskurðaður látinn eftir komu viðbragðsaðila á slysstað.

Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinKraftmikil og fjölbreytt Regnbogahátíð
Næsta greinÞórsarar sigruðu í hörkuleik