Banaslys á Skeiðavegi

Karlmaður á fimmtugsaldri lést þegar jeppabifreið hans og dráttarvél skullu saman á Skeiðavegi við Brautarholt í hádeginu í dag.

Maðurinn var einn í bifreið sinni þegar slysið varð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi eru tildrög slyssins óljós og er málið í rannsókn.

Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu.

Fyrri greinUppsveitastjörnurnar eru Jóhanna Rut og Jón Aron
Næsta greinOlíu stolið af steypubílum