Banaslys á Landeyjavegi

Sautján ára piltur lést í bílveltu á Landeyjavegi við bæinn Strönd síðdegis í dag.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir en pilturinn missti stjórn á bílnum í aflíðandi beygju og valt bifreiðin nokkrar veltur utan vegar.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á Selfossi.

Fyrri greinTónleikar í gíg Skjaldbreiðar
Næsta greinSumarhátíð í Hveragerði