Að kvöldi síðasta þriðjudags, þann 30. desember, barst lögreglunni á Suðurlandi tilkynning um alvarlegt slys á Hvolsvelli, þar sem kona á fertugsaldri varð fyrir bifreið á vinnusvæði.
Konan var flutt á Landspítalann í Reykjavík og var hún þar úrskurðuð látin.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi segir að tildrög slyssins séu til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi og ekki sé að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um atvikið.

