Banaslys á Haukdalsflugvelli

Íslenskur karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður látinn á vettvangi eftir að flugvél sem hann flaug hlekktist á í flugtaki á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum í dag.

Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni klukkan 14:23 og fór fjölmennt lið viðbragðsaðila á vettvang. Flugmaðurinn var einn í vélinni.

Lögreglan á Suðurlandi vinnur að rannsókn á tildrögum slyssins.

Fyrri greinMikilvæg stig í súginn fyrir vestan
Næsta greinMilljón í bónus á Selfossi