Banaslys á Eyrarbakka

Banaslys varð á byggingarsvæði á Eyrarbakka um klukkan 15 í dag þegar karlmaður á sextugsaldri lést.

Mikill viðbúnaður var vegna slyssins en lögreglan á Suðurlandi gefur ekki frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi fer með rannsókn málsins.

Fyrri greinÞrjú ný héraðsmet í grindahlaupi
Næsta greinSelfoss nálgast öruggt sæti