Baldvina ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar

Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Baldvina Ýr er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistarapróf í hjúkrun og hefur að auki stundað  nám í opinberri stjórnsýslu.

Frá árinu 2010 hefur hún gegnt starfi deildarstjóra hjúkrunar á Hjúkrunarheimilinu Ási, samhliða hefur hún verið ráðgefandi hjúkrunarfræðingur fyrir sambýlið Breiðabólsstað fyrir einstaklinga á geðsviði. Áður starfaði hún í 11 ár sem hjúkrunarfræðingur á HSU og  þar af starfaði hún í 3 ár sem deildarstjóri á hand- og lyflækningadeild HSU. Þá gegndi hún formennsku fræðslunefndar HSU til nokkurra ára.  Baldvina hefur haldbæra reynslu af stjórnun og mannauðsmálum.

Baldvina tekur við starfi framkvæmdastjóra hjúkrunar af Önnu Maríu Snorradóttur sem hefur sinnt starfinu síðan 2005.

Fyrri greinSundlaugargestateljari á heimasíðu Árborgar
Næsta greinMaðurinn laus úr haldi