Baldur vélarvana milli lands og Eyja

Farþegaferjan Baldur varð vélarvana á ferð sinni milli lands og Eyja í dag. Baldur er nú lagstur að bryggju í Vestmannaeyjum.

Eyjar.net greindu fyrst frá þessu en seinkun varð á brottför Baldurs úr Landeyjahöfn í hádeginu vegna smávægilegrar bilunar. Samkvæmt eyjar.net komst sandur í kælikerfi Baldurs.

Þegar Lóðsinn var kominn á vettvang til að aðstoða Baldur tókst að koma aðalvél hans í gang og sigldi hann í kjölfarið til Vestmannaeyja.

Í tilkynningu frá Herjólfi segir að seinkun verði á brottför frá Vestmannaeyjum í dag. Ferðinni 13:45 seinkar til 14:30 og brottför frá Landeyjahöfn 14:45 seinkar til 15:30.

Fyrri greinÆgir fékk Víking R. heima
Næsta greinGuðlaug nýr deildarstjóri á Ljósheimum og Fossheimum