Baldur leysir Herjólf af

Ef undanþága fæst mun ferjan Baldur leysa Herjólf af í siglingum á milli lands og Eyja á meðan slipptöku Herjólfs stendur. Önnur skrúfa Herjólfs laskaðist þegar skipið tók niðri í hafnargarðinum í Landeyjahöfn á laugardag.

Ef áætlun gengur upp mun Baldur sigla fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum á morgun, mánudag, kl. 17:30 og eftir það samkvæmt vetraráætlun til Landeyjahafnar þar til Herjólfur kemur aftur í siglingar.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, á facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í textavarpi RUV.

Herjólfur lenti í straum fyrir utan Landeyjahöfn á laugardag sem bar skipið af leið og tók önnur skrúfan niður í vestari hafnargarðinum.

Fyrri greinBjörguðu rjúpnaskyttu úr sjálfheldu
Næsta greinLoka þarf Kumbaravogi ef fram fer sem horfir