Baldur gaf leikborð á HSu

Baldur Róbertsson eigandi BR flutninga kom færandi hendi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á dögunum og gaf HSu leikborð með áföstum leikföngum.

Gjöfina gaf Baldur m.a. í tilefni þess að fyrirtæki hans er orðið þriggja ára. Einnig er hann faðir ungra barna sem þyrftu af og til á þjónustu HSu að halda og þyrftu að bíða í biðstofum stofnunarinnar.

Hann sá því leik á borði að létta öllum börnunum biðina, sem gæti stundum verið erfið þegar ungviðinu liði kannski ekki sem best og biðin gæti orðið löng.