Bakkatúnsmálinu áfrýjað

Meirihluti hreppsnefndar Hrunamannahrepps hefur samþykkt að fara með svokallað Bakkatúnsmál fyrir Hæstarétt en héraðsdómur feldi úr gildi ákvörðun um að taka land eignarnámi undir veginn næst veitingastaðnum Útlaganum á Flúðum.

Að sögn Ragnars Magnússonar, oddvita Hrunamannahrepps, þótti meirihluta hreppsnefndar rétt að halda því opnu að halda áfram með málið en hann sagðist þó vera bjartsýn á að það myndi leysast með öðrum hætti og þá í sátt við eiganda landsins sem fer undir eignarnám.

„Sjálfsagt hefur Hæstiréttur úr mikilvægari málum að vinna og ég er þokkalega bjartsýn á að það geti gengið að leysa málið,“ sagði Ragnar.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu.