Bakar bollur fyrir alla í skólanum

Victoria Reinholdsdóttir, kennari í Víkurskóla í Mýrdal gerir sér lítið fyrir ár hvert og færir öllum í skólanum nemendum og starfsmönnum bæði leikskóla- og grunnskóla dýrindisbollur í tilefni af bolludeginum.

Victoria er mikill listabakari en hún vann um skeið í bakaríi í heimabyggð sinni í Svíþjóð. Hún hefur verið öflugur liðsmaður í kennarahópi Víkurskóla frá árinu 1998.

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Victoriu ásamt hluta nemenda og kennara Víkurskóla.

vikurskoli_bolludagur2013_629793306.jpg

Fyrri greinSmíða „nýja“ heilsugæslustöð á Hellu
Næsta greinGaf tvö kíló af birkifræi til landgræðslu