Bætt aðstaða í Árbúðum

Nýja salernisaðstaðan í Árbúðum. Ljósmynd/Bláskógabyggð

Nú hefur verið tekið í notkun nýtt salernishús við Árbúðir á Kili. Framkvæmdir annaðist Gljásteinn ehf, sem annast rekstur fjallaskála Bláskógabyggðar á Biskupstungnaafrétti.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti Gljásteini 5,5 milljón króna styrk til verksins og verður framlag Bláskógabyggðar um 4,3 milljónir króna.

Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og til bóta fyrir þá sem fara um svæðið.

Fyrri greinSjö sækja um starf hjúkrunarforstjóra
Næsta greinFjárréttir á Suðurlandi 2022