Bæjarstjórinn opnaði sumarið í Ölfusá

Bragi var mættur á fyrstu vaktina þar sem hann naut leiðsagnar Guðmundar formanns SVFS.

Stangaveiðitímabilið í Ölfusá þetta sumarið hófst kl. 7 í morgun þegar Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar, renndi fyrstur manna fyrir fisk í ánni.

Bragi hafði Guðmund Marías Jensson, formann Stangaveiðifélags Selfoss, sér til halds og trausts á árbakkanum og veitti ekki af því skömmu síðar var Bragi kominn með fisk. Það var því miður enginn stórlax og var honum sleppt aftur eftir myndatöku.

Það var létt yfir mönnum á árbakkanum í morgun og að venju mikill hugur í veiðimönnum sem vonast til þess að fá gott sumar í ánni.

Guðmundur glaðbeittur með fiskinn sem Bragi dró að landi.
Fyrri greinStórsigur Ægis á heimavelli
Næsta greinHildur Maja fyrsta íslenska konan á verðlaunapalli á heimsbikarmóti