Bæjarstarfsmenn fá frítt í sund

Sundlaugin Laugaskarði. Ljósmynd: hveragerdi.is/Rósa Þorsteinsdóttir

Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti á síðasta fundi sínum að veita starfsmönnum Hveragerðisbæjar gjaldfrjálsan aðgang að Sundlauginni Laugaskarði frá 1. júní næstkomandi.

Starfsfólk stofnana bæjarins hefur óskað eftir hvata til að stunda hreyfingu og er gjaldfrjáls aðgangur að sundlauginni fríðindi sem stuðla að líkamlegri og andlegri heilsu, segir í bókun bæjarstjórnar.

Hveragerðisbær hefur ákveðið að vinna markvisst að heilsueflingu þeirra sem í bænum búa og starfsmanna sinna. Holla valið þarf að vera eins auðvelt og kostur er, svo sem að hreyfa sig, borða hollt, rækta geðið og ástunda grænan lífsstíl á sama tíma og spornað er gegn áhættuhegðun, svo sem neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna.

Fyrri greinMenningarganga Bókabæjanna á Stokkseyri
Næsta grein80 ára afmæli garðyrkjumenntunar á Reykjum