Bæjarskrifstofum Hveragerðisbæjar lokað

Ljósmynd/Hveragerðisbær

Bæjarskrifstofum Hveragerðisbæjar hefur verið lokað tímabundið til að verjast COVID-19.

Öll fundarhöld sem áttu að fara fram á bæjarskrifstofum hafa verið færð yfir í fjarfund eða þeim frestað. Engir fundir eru því á skrifstofum og engum utanaðkomandi hleypt þangað inn.

Unnt verður að ná sambandi við starfsmenn á hefðbundnum skrifstofutíma, 9:00-16:00 í síma eða með tölvupósti. Netföng starfsmanna má finna á forsíðu heimasíðu bæjarins.

Sundlaugin Laugaskarði er opin og eru gestir beðnir að virða nándartilmæli við næsta mann í laug, pottum og gufubaði.

Laugasport er opið en miðað er við að það séu ekki fleiri en 8 að æfa í stöðinni í einu og gæta þarf að 2 metra fjárlægð frá næsta iðkenda. Gestir eru beðnir að sótthreinsa vel áhöld og hendur á milli æfinga.

Hamarshöll verður opin næstu daga fyrir fullorðna sem vilja ganga eða skokka í samkomulagi við starfsmenn.

Fyrri grein„Þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn“
Næsta greinReiðufé stolið af ferðamönnum