Bæjarfulltrúar harma niðrandi ummæli þingmanna

Tómas Ellert Tómasson.

Bæjarfulltrúar Miðflokksins í Suðurkjördæmi harma þau niðrandi ummæli sem þingmenn Miðflokksins létu falla um samborgara sína og samstarfsfólk sitt þann 20. nóvember síðastliðinn á Klaustur Bar í Reykjavík og náðust á hljóðupptöku.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu bæjarfulltrúa Miðflokksins í Suðurkjördæmi sem send var til fjölmiðla í dag.

„Við vonum að þingflokkur Miðflokksins komist að ásættanlegri niðurstöðu á fundi sínum í dag fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem þarna áttu hlut að máli. Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ segir í yfirlýsingunni sem undir rita þau Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Grindavík, Margrét Þórarinsdóttir, Reykjanesbæ og Tómas Ellert Tómasson, Árborg.

Fyrri greinLandsbankinn styrkti Selfoss vegna Evrópukeppninnar
Næsta greinSkáldastund, jólasýning og músastigar