Bæði tilboðin yfir áætlun

Við Núpsstað. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Framrás ehf í Vík átti lægra tilboðið í endurbætur hringvegarins vestan við Lómagnúp, sem vinna á að í sumar.

Bæði tilboðin voru talsvert yfir áætluðum verktakakostnaði Vegagerðarinnar, tilboð Framrásar hljóðaði upp á 47,6 milljónir króna og var 20,7% yfir áætlun. JG-vélar ehf í Reykjavík buðu 51,3 milljónir króna og var tilboðið 30% yfir áætlun.

Um er að ræða endurmótun, styrkingu og lítilsháttar breikkun á 1,4 km kafla frá Aurá að Krossá, vestan við Lómagnúp.

Verkinu á að vera lokið þann 15. ágúst næstkomandi.

Fyrri greinUppsveitamenn fóru tómhentir frá KÁ
Næsta greinHlutnum eytt og málinu lokað