BÁ sendi einn bíl á vettvang í Skeifunni

Fullmannaður dælubíll frá slökkviliði Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði var sendur á vettvang stórbrunans í Skeifunni í Reykjavík í gærkvöldi.

Tilkynnt var um eldinn kl. 20:16 og kl. 21:30 hringdi Aðgerðastjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis austur fyrir fjall og bað um að Brunavarnir Árnessýslu sendu bíl á vettvang.

Hvergerðingarnir voru komnir rúmum hálftíma síðar á brunastað í Skeifunni en stöðin í Hveragerði var mönnuð á meðan með dælubíl frá Selfossi.

Fleiri slökkvilið sendu bíla og mannskap til Reykjavíkur, þar á meðal Slökkvilið Suðurnesja. Auk þess sendi Heilbrigðisstofnun Suðurlands tvo sjúkrabíla til Reykjavíkur til að sinna sjúkraflutningum þar á tímabili.

Fyrri grein38 sóttu um sveitarstjórastarfið
Næsta greinÖkuréttindin afturkölluð á staðnum