Báðir aðilar í líkamsárásarmáli lögðu fram kæru

Kona á bæ í Rangárvallasýslu hringdi til lögreglu aðfaranótt mánudags og óskaði eftir aðstoð því menn sem væru staddir fyrir utan hús hennar væru búnir að brjóta rúðu.

Þegar lögreglumenn komu á staðinn hittu þeir fyrir konuna og fleira fólk. Flestir voru ölvaðir og vegna tungumálaerfiðleika var erfitt að greina hvað hefði gengið á.

Konan og sambýlismaður hennar komu á lögreglustöðina á Selfossi í gærmorgun og kærðu annað par fyrir að hafa, umrædda nótt, ráðist á þau með malarskóflu og veitt þeim minniháttar áverka. Atvikalýsing fólksins var mjög óljós.

Meintur árásarmaður var handtekinn í kjölfar kærunnar og hann yfirheyrður ásamt nokkrum vitnum. Kærði lagði fram gagnkæru þar sem hann kvað sambýlismann konunnar hafa ráðist á sig.

Málið er í rannsókn.

Fyrri greinHnitaskrár af gufulögnum á Hengilssvæðinu
Næsta greinLeitað að vitnum að líkamsárás