Bað ölvaðan mann um að aka

Um helgina voru 42 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur. Langflestir á starfssvæði lögreglu í Vík og á Kirkjubæjarklaustri.

Einn ökumaður var kærður fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og annar fyrir ölvunarakstur. Þá var maður kærður fyrir að fela ölvuðum manni að aka bifreið.

Ökumaður slasaðist minniháttar í bílveltu í Kömbum síðastliðið fimmtudagskvöld. Talið er að hann hafi misst stjórn á bifreiðinni sem fór útaf veginum og valt tvær til þrjár veltur.

Fyrri greinStálu frá gestum á tjaldsvæðinu á Selfossi
Næsta greinSunnlenskir grillmeistarar í harðri keppni