Bærinn semur við Hjálparsveitina

Hveragerðisbær hefur endurnýjað þjónustusamning við Hjálparsveit skáta í Hveragerði. Heildarverðmæti samningsins eru um 9 milljónir.

Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi HSSH, enda er bæjarstjórn Hveragerðisbæjar þeirrar skoðunar að félagið sinni öflugu félags- og forvarnarstarfi ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í öryggismálum bæjarbúa.

Samningi þessum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og Hjálparsveitarinnar og þannig tryggja öflugt almannavarna, félags- og öryggisstarf í Hveragerði. Sveitin mun áfram standa fyrir flugeldasýningum við hátíðleg tækifæri ásamt því að sinna gæslu og umferðastjórnun á bæjarhátíðum. HSSH stendur fyrir ýmiskonar fræðsluverkefnum á sviði forvarna fyrir ýmsa aldurshópa.

Samningurinn gildir til ársloka 2014.

Fyrri greinTilnefndir fyrir besta myndbandið
Næsta greinByrjunin ekki nógu góð