Bærinn kaupir Edenlóðina

Hveragerðisbær hefur keypt lóðarréttindi Landsbankans á Edenlóðinni svokölluðu. Kaupverðið er tíu milljónir króna.

Lagður var fram kaupsamningur og afsal vegna kaupa Hveragerðisbæjar á lóðarréttindum að Austurmörk 25 af Landsbankanum hf. á fundi bæjarstjórnar þann 10. september síðastliðinn.

Í tilkynningu frá bæjarstjóra segir að það sé mikið ánægjuefni að lóðin skuli héðan í frá vera á forræði Hveragerðisbæjar sem þar með getur unnið að skipulagi hennar í samræmi við stefnumörkun bæjarins.

Fyrri greinSkjaldbreiðarvegur reyndist röllurum raun
Næsta grein98% gestanna eru erlendir