Bæjarstjórinn með 1,1 milljón á mánuði

Meirihlutinn í bæjarráði Hveragerðisbæjar samþykkti á síðasta fundi sínum ráðningasamning við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra, næstu fjögur árin.

Samkvæmt samningnum fær hún 1,1 milljón króna á mánuði og 1.300 kílómetra í bifreiðastyrk á mánuði, sem eru rúmar 150 þúsund krónur miðað við 116 krónur á kílómetrann. Launin taka breytingum 1. janúar og 1. júlí ár hvert í samræmi við launavísitölu.

Njörður Sigurðsson, sem situr í minnihluta í bæjarráði fyrir Samfylkinguna, greiddi atkvæði á móti samningnum. Í breytingartillögu sem felld var á fundinum segir Njörður að launakjör bæjarstjórans í Hveragerði séu í hæsta lagi og yfir landsmeðaltali í svipað stórum sveitarfélögum.

Fyrri greinLagning Ljósveitu að hefjast í Þorlákshöfn
Næsta greinUmferð hleypt á nýja brú yfir Múlakvísl