Bæði tilboðin yfir áætlun

Tvö tilboð bárust í endurbyggingu á 1,7 km kafla á Skeiðháholtsvegi á Skeiðum. Bæði tilboðin voru yfir kostnaðaráætlun en heimamenn í Nesey áttu lægra tilboðið.

Tilboð Neseyjar var rúmum 58 þúsund krónum yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 12,5 milljónir króna. Hitt tilboðið var frá Bíladrangi ehf. í Vík í Mýrdal en það var rúmar 14,6 milljónir króna.

Endurbyggingu vegarins og útlögn klæðningar á að vera lokið þann 15. júlí nk.

Fyrri grein600 konur syngja á Selfossi
Næsta greinSenn bryddir á Barða