Bærinn semur við foreldrafélagið

Samningur milli Hveragerðisbæjar og Foreldrafélags Grunnskólans í Hveragerði var undirritaður nýverið. Í samningnum er kveðið á um framlag Hveragerðisbæjar til félagsins sem árlega nemur 350 þúsund krónum.

Ennfremur er gerð grein fyrir því framlagi sem á móti styrknum kemur frá Foreldrafélaginu sem meðal annars sér um fræðslu og fyrirlestra, um barna- og unglingaskemmtun á öskudegi, jólaföndur á aðventunni og um foreldrarölt í ákveðinn tíma á ári.

Það er von bæjaryfirvalda að með þessum samningi verði starf félagsins öflugt og skólasamfélaginu öllu til hagsbóta.

Fyrri greinGefa út styrktarlag fyrir jólin
Næsta greinMókolla slær Íslandsmetið í æviafurðum