Bændur græða land

Það dregur jafnan til tíðinda þegar bændur úr Fljótshlíðinni hópa sig saman. Á hverju ári fer flokkur þeirra inn á afrétt í þeim tilgangi að dreifa áburði til uppgræðslu.

Byrjað var á uppgræðslu á afréttinum uppúr árinu 1970 og í framhaldinu tóku upprekstrarhafar við verkinu.

Að sögn Kristins Jónssonar bónda á Staðarbakka ber afrétturinn þess glöggt merki að vel hefur til tekist. Mörg svæði sem áður voru melar eru nú uppgróin. Kristinn segir talsvert mikla ösku á svæðinu, einkum í vesturhlutanum á Þórólfsfelli, en annar hluti afréttarins lítur mjög vel út.

Fyrri greinLýðveldið í fjörunni
Næsta greinLítið hlaup í rénun