Bæjarstjórnarfundi útvarpað á netinu

Í dag verður bæjarstjórnarfundi í Árborg útvarpað beint í fyrsta skipti á heimasíðu sveitarfélagsins.

Útsending hefst klukkan 17 og eru íbúar hvattir til að fylgjast með. Reglulegir fundir bæjarstjórnar eru haldnir annan miðvikudag í hverjum mánuði og er ráðgert að halda útsendingum áfram af þeim fundum.

Fyrri greinVilja loka Landeyjahöfn
Næsta greinGuðrún Högna: Stjórnlagaþing – farsæll grunnur framfara