Bæjarfulltrúar tengiliðir hverfisráða

Bæjarráð Árborgar hefur skipað tengiliði úr röðum bæjarfulltrúa fyrir hvert þeirra fjögurra hverfisráða sem nýverið voru skipuð í sveitarfélaginu.

Eggert Valur Guðmundsson og Sandra Dís Hafþórsdóttir eru tengiliðir fyrir Eyrarbakka, Gunnar Egilsson og Helgi S. Haraldsson tengiliðir fyrir Selfoss, Ari B. Thorarensen og Eyrún Björg Magnúsdóttir tengiliðir fyrir Stokkseyri og Kjartan Björnsson og Arna Ír Gunnarsdóttir tengiliðir fyrir Sandvíkurhrepp.

Tengiliðirnir munu í framhaldinu funda á sameiginlegum fundi með hverfisráðunum.

TENGDAR FRÉTTIR:
Kosið í ný hverfisráð