Axel Björgvin ráðinn framkvæmdastjóri fjármála

Axel Björgvin Höskuldsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra fjármála við Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Hann tekur við starfinu af Ara Sigurðssyni sem hefur ráðið sig til starfa sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmda og eftirfylgni í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Axel var valinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Hann er fæddur árið 1985 og lauk B.Sc gráðu í Global Business Engineering árið 2013 frá Álaborgarháskóla og M.Sc. gráðu í Operations and Innovation Management árið 2015 frá sama skóla.

Axel hefur síðan 2017 starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknimála við Heilbrigðisstofnun Norðurlands.

Fyrri grein„Staðfesting á sköpunarkrafti og frumleika“
Næsta greinÓska eftir manneskju til að ganga frá þvotti