Axarárásin upplýst

Lögreglan á Selfossi hefur sleppt öllum fjórum mönnunum sem handteknir voru í gær vegna árásar með öxi á tvo menn á Selfossi í gær.

Málið er upplýst og fyrir liggur að ástæða árásarinnar var uppgjör þess sem beitti öxinni og hins sem varð fyrir henni.

Næst tekur við vinna við úrvinnslu ganga svo ákæruvald geti tekið afstöðu um framgang málsins.

Þess má geta að lögreglan á Selfossi naut aðstoðar frá sérsveit og fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu í þessu máli. Þegar mest var voru um tólf lögreglumenn samtímis að sinna þessu verkefni.