Austurvegurinn verður lagfærður

„Það verður malbikað yfir akreinina til vesturs frá Íslandsbanka að hringtorginu, ég get bara ekki svarað því af nákvæmni hvenær það verður en vonandi fljótlega.

Ég lét forsvarsmenn sveitarfélagsins vita af því í byrjun júní mánaðar að það stæði til að lagfæra þetta“, segir Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Suðursvæðis hjá Vegagerðinni þegar leitað var viðbragða hana við tilmælum frá bæjarráði Árborgar að vegurinn yrði lagður sem fyrst.

Bæjarráð Árborgar bókaði á fundi sínum í síðustu viku að það krefðist þess að Austurvegurinn yrði lagaður sem allra fyrst.

Forsaga málsins er sú að Vegagerðin lét lagfæra malbiksyfirlögnina á Austurveginum á Selfossi í byrjun sumar.

Ekki tókst betur en svo til að umræddur vegkafli varð mjög ósléttur og hefur pirrað ökumenn mikið í sumar.

Fyrri grein„Gaurinn er ekki mennskur“
Næsta greinGámaeiningar undir starfsfólk Reykjagarðs