Austurvegurinn lokaður í dag

Í dag, þriðjudaginn 14. júlí verður unnið við fræsingu og malbikun á Austurvegi á Selfossi og á meðan verður lokað milli Tryggvatorgs og Heiðmerkur. Gert er ráð fyrir að unnið sé milli kl. 09:00 og 17:00.

Svo virðist sem lokunin hafi komið mörgum ökumönnum í opna skjöldu í morgun, því öngþveiti hefur verið á hliðargötum við Austurveginn í morgun, þar sem fólk hefur verið að reyna að rata rétta leið að áfangastöðum sínum.

Samkvæmt upplýsingum sunnlenska.is er unnið að fræsingu í dag en vegurinn verður malbikaður á miðvikudag og fimmtudag.

UPPFÆRT KL. 13:27

Fyrri grein„Það þurfa allir að gefa í“
Næsta greinStrokufangar fundust á Þingvöllum