Austurvegurinn lagaður í sumar

Austurvegur á Selfossi er í mjög slæmu ástandi eftir veturinn eins og allir kannast við sem hafa ekið þennan þjóðveg í gegnum Selfoss í vor og sumar.

Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðurlandi, sagði í samtali við Sunnlenska að gert verði við götuna í sumar.

„Það verður lagt yfir versta hlutann, þ.e. frá Tryggvagötu og austur að Rauðholti. Einnig verður gert við syðri akgreinina fyrir framan ráðhús. Auk þess verða gerðar lagfæringar á Eyravegi og hringtorgunum,“ segir Svanur.

Fyrri greinSelfoss náði ekki að skora
Næsta greinÖkumenn tillitssamir og glaðir