Austurvegur lokaður vegna malbikunarframkvæmda

Framkvæmdir á gatnamótum Rauðholts og Austurvegar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Austurvegur, Þjóðvegur 1 á Selfosssi, verður lokaður við Rauðholt frá deginum í dag fram á miðvikudag vegna malbikunarframkvæmda.

Hjáleiðir verða þær sömu og þegar lokað var vegna framkvæmda í maí. Umferð stærri bíla er beint um hjáleið um Fossheiði og Langholt en umferð fólksbíla er beint um Reynivelli, Engjaveg og Langholt eða Heiðmörk, Árveg og Hörðuvelli.