Austurvegur lokaður í kvöld

Austurvegur. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Austurvegi á Selfossi verður verður lokað frá Sigtúni að Tryggvagötu klukkan 20 í kvöld, þriðjudagskvöld, og er áætlað að lokað verði til miðnættis.

Lokunin er til komin þar sem vinna á að snyrtingu á trjágróðri á miðeyju götunnar.

Fyrir umferð að austan er hjáleið um Tryggvagötu og Fossheiði að Eyrarvegi en umferð að vestan um Sigtún að Árvegi og upp Hörðuvelli.

Fyrri greinFluttur með þyrlu eftir árekstur á Suðurlandsvegi
Næsta greinSkemmtileg dagskrá á Alþjóðlega safnadeginum