Austurveginum lokað 25. febrúar

Gatnamótum Austurvegar og Tryggvagötu verður lokað miðvikudaginn 25. febrúar vegna framkvæmda við Tryggvagötu og verða þau lokuð í allt að sex vikur.

Vinna er að hefjast við Tryggvagötuna í þessari viku og verður henni lokað í áföngum miðað við framvindu verksins.

Á meðan Austurvegur er lokaður verður þungaflutningum bent á hjáleið um Eyraveg, Fossheiði og Langholt en hjáleið annarra ökutækja verður um Sigtún, Árveg og Bankaveg.

Vegna framkvæmdanna verður röskun á aðkomu frá Austurvegi að verslun og þjónustu við framkvæmdasvæðið á meðan verktíma stendur.

Aðgengi að Austurvegi 9, 11 og 13 – 15 verður um Tryggvagötu frá Árvegi en þar eru til húsa verslanirnar Sportbær, Hjólabær, Karl R. Guðmundsson úrsmiður og Motivo, auk hárgreiðslustofunnar Verónu, Snyrtistofu Ólafar, Tannlæknastofu Þorsteins og Jóns, Íslandsbanka og Sjúkraþjálfunar Selfoss. Bílastæði eru fyrir norðan við Austurveg 9 og 11.

Aðgengi að Austurvegi 6, 8 og 10 er um bílastæði húsanna frá Sigtúni en aðkoma frá Tryggvagötu lokast. Þar eru til húsa Landform, TM, Sparisjóðurinn Suðurlandi, Fasteignasalan Árborgir, Kjarna-bókhald ehf., JP lögmenn, Sunnlenska, Verkís hf., VÍS, Arion banki, Tannlæknaþjónustan.is og Staður fasteignasala.

Umferð gangandi og hjólandi vegfarenda norðan Austurvegar verður um lóð Sportbæjar, norður fyrir Hjólabæ og Karl R. Guðmundsson úrsmið. Þá verður komið fyrir rampi við Sportbæ til þess að stuðla að aðgengi fyrir alla.

Fyrri greinRafmagnstruflanir á Klaustri
Næsta greinBúið að opna aftur