Austurvegi lokað við Rauðholt

Framkvæmdir á gatnamótum Rauðholts og Austurvegar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Austurvegi – Þjóðvegi 1 á Selfossi – verður lokað á morgun, mánudag, við Rauðholt. Unnið verður að endurnýjun lagna á svæðinu á næstu vikum.

Verið er að leggja nýja hitaveitulögn eftir Austurvegi milli Rauðholts og Langholts ásamt endurnýjun niðurfalla og lagna, gerð hjólastígs og endurnýjunar á gangstétt.

Einnig á að endurgera hluta Rauðholts, jarðvegsskipta og malbika, gera gangstétt og hjólastíg og endurnýja veitulagnir.

Vonast er til að hægt verði að opna Austurveginn aftur fyrir umferð þann 16. júní en samkvæmt samningi hefur verktaki sex vikur til þess að vinna að þessum hluta verksins, til 23. júní. Verkinu á að vera lokið að fullu þann 1. október næstkomandi. Borgarverk ehf sér um framkvæmdirnar.

Á meðan Austurvegurinn er lokaður er umferð stærri bíla er beint um hjáleið um Fossheiði og Langholt en umferð fólksbíla er beint um Reynivelli, Engjaveg og Langholt eða Heiðmörk, Árveg og Hörðuvelli.

Fyrri greinMagnús hættur við forsetaframboð
Næsta greinSamið við Guðmund Tyrfingsson um akstursþjónustu